Fréttir

Hér má sjá fréttaskot sem tengjast starfsemi félagsins.
 Ljóslögn á Lónsheiði

Ljóslögn á Lónsheiði

Ljóslögn fyrir fjarskipti orkugeirans um Lónsheiði er lokið

Með lagningunni kláraðist rúmlega 13 km áfangi frá Stekkjartúni í Álftafirði að Hringvegi (1) í Lónsfirði. Lokið var við verkefnið í júlí 2021. 

Verkefnið er hluti af hringtengingu ljósleiðarastofns um landið sem tengir saman helstu mannvirki í raforkukerfinu. Með ljóslögninni eykst raforkuöryggi svæðisins þar sem auðveldara verður að hafa eftirlit með og verja og stýra kerfinu. Verkefnið var hannað af Orkufjarskiptum hf.

Þegar fyrir lá samþykki landeigenda og umsagnir Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu var sótt um framkvæmdaleyfi til Djúpavogshrepps sem veitti leyfið í ágúst 2020.

Steypustöð Skagafjarðar sá um jarðvinnu í verkefninu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Lónsheiði á framkvæmdatíma.

Leit