STARFSEMI

Þjónusta, ráðgjöf og framkvæmdir

Orkufjarskipti meta stöðu fjarskiptakerfisins á hverjum tíma í samráði við eigendur félagsins og gera áætlanir til framtíðar um styrkingu þess gagnvart kröfum um flutningsgetu og rekstraröryggi. Framkvæmdaáætlun til þriggja ára gerir ráð fyrir styrkingu núverandi fjarskiptakerfis með nýjum búnaði og lögnum ásamt endurnýjun fyrirliggjandi kerfa.

Markmið Orkufjarskipta er að veita góða þjónustu með öryggi, áreiðanleika og hagkvæmni að leiðarljósi. Til að mæta markmiðinu leggur félagið áherslu á:
  • Örugga miðlun upplýsinga til viðskiptavina um rekstur fjarskiptakerfisins.
  • Virkt eftirlit og ábyrga umsjón með fjarskiptakerfinu.
  • Skilvirka innleiðingu nauðsynlegra úrbóta.
  • Hagkvæmni við uppbyggingu og rekstur fjarskiptakerfisins.
  • Nýtingu auðlinda með sjálfbærni í huga.
  • Miðlun þekkingar og fræðslu til starfsmanna.
Rekstur og viðhald á vegum Orkufjarskipta tryggir að tiltækileiki fjarskiptaþjónustunnar sé ávallt í samræmi við viðmið þjónustusamninga. Starfsmenn Orkufjarskipta búa yfir mikilli reynslu í rekstri og viðhaldi fjarskiptakerfa á landsvísu og eru reiðubúnir að bregðast við hvenær sem er sólarhringsins, allt árið um kring. Fyrirbyggjandi viðhald er skipulagt með reglubundnum eftirlitsferðum á hverju ári þar sem starfsmenn meta ástand fjarskiptakerfisins, gera tillögur um úrbætur og sinna nauðsynlegu viðhaldi þegar á þarf að halda.
STARFSEMI

Viðskiptaskilmálar

Orkufjarskiptum hf. er heimilt að leigja fyrirtækjum með fjarskiptaleyfi frá Fjarskiptastofu umframforða sinn af ljósleiðarasamböndum.

Frá og með 1. janúar 2023 tekur gildi eftirfarandi verðskrá á leigu á ljósleiðurum Orkufjarskipta.

Leigugjald
Vegalengdir miðast við loftlínu milli tengistaða. Miðað er við að ekki þurfi að gera breytingar á streng. Ef gera þarf breytingar þá bætist við efnis-, tíma- og tækjakostnaður í samræmi við umfang breytinga. Að öðru leiti er ekkert stofn- eða upphafsgjald vegna leigu. Öll verð eru án VSK.

Leigugjald fyrir ljósleiðaraþræði í streng er eftirfarandi:

Fjöldi þráða kr./km á mán.
1 þráður: 6.801
2 þræðir: 8.496
3 þræðir: 10.190
4 þræðir: 11.819

Leigugjald skal greitt fyrirfram fyrir þrjá mánuð í senn.

Lega strengja

Undir yfirborði kvíslast ljósleiðaralagnir víða, en jarðvegsframkvæmdir eru algengasta orsök bilana.
Áður en jarðvegsframkvæmdir hefjast þurfa framkvæmdaraðilar því að afla sér tilskilinna upplýsinga og leyfa.

Við jarðvegsframkvæmdir eiga teikningar af legu ljósleiðara alltaf að vera á verkstað. Sendið beiðni um lagnateikningar á orkufjarskipti@orkufjarskipti.is.

Kortið var uppfært í október 2023.
Leit