Um Orkufjarskipti

Um okkur

Orkufjarskipti hf. var stofnað í desember árið 2011 og er félagið í jafnri eigu Landsnets og Landsvirkjunar. Félagið rekur öflugt fjarskiptakerfi sem mætir kröfum raforkukerfisins um áreiðanlegt og traust fjarskiptanet.

Hlutverk og skipulag

Hlutverk Orkufjarskipta er að reka fjarskiptakerfi fyrir raforkukerfin í landinu á öryggismiðuðum forsendum.
Núverandi fjarskiptakerfi félagsins byggir á grunnkerfi sem var í eigu Fjarska, Landsnets og Landsvirkjunar. Unnið er að frekari uppbyggingu og endurnýjun á fjarskiptakerfinu sem mun í framtíðinni alfarið byggja á ljósleiðaratækni með tvöföldum sambandaleiðum til orku- og tengivirkja raforkukerfisins.
Orkufjarskipti bjóða ekki upp á almenna fjarskiptaþjónustu. Félaginu er heimilt að leigja fyrirtækjum með fjarskiptaleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun umframforða sinn af ljósleiðarasamböndum.

Stjórnkerfi og samfélagsábyrgð

Orkufjarskipti leggja mikla áherslu á fagleg, öguð og vönduð vinnubrögð við rekstur félagsins. Stjórnunarkerfi gæða-, upplýsingaöryggis, umhverfis- og vinnuverndarmála félagsins eru vottuð af BSI á Íslandi, vottunarskírteini nr. FM 599851 fyrir gæðastjórnun, IS 648477 fyrir upplýsingaöryggisstjórnun, EMS 648480 fyrir umhverfisstjórnun og OHS 669409 fyrir stjórnun vinnuverndarmála.  Sjá staðfestingu á vefsíðu BSI.

Félagið starfar samkvæmt siðareglum og gerir kröfur til þjónustuaðila sem taka m.a. á félagafrelsi og rétti til kjarasamninga, barnavinnu og umhverfismála.

Félagið hefur verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki frá árinu 2012. Listann má finna á síðu Creditinfo ásamt nánari upplýsingum um hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi www.creditinfo.is/framurskarandi

 mark of trust multi scheme 9001140012700145001 logo En GB 0720



Orkufjarskipti hf.

Krókhálsi 5c · 110 Reykjavík

Sími 515 9700

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skrifstofan er opin kl. 9:00-15:00 virka daga.

Styrkir

Kennitala: 561000-3520

 

Stjórnunarkerfi félagsins eru vottuð af BSI á Íslandi