Ljóslögn á milli Kolviðarhóls og Nesjavallaleiðar
Ljóslögn frá Kolviðarhóli að Nesjavallaleið er lokið.
- Lögnin er um 10 km og er hluti af hringtengingu (Áttu) Orkufjarskipta.
Framkvæmdir hófust í byrjun maí 2023, en þá lá framkvæmdaleyfi fyrir, og lauk seinnihluta júní.
Hönnun á lagnaleið, eftirlit og verkumsjón var í höndum Orkufjarskipta. Jarðvinnuverktaki var Steypustöð Skagafjarðar.
Myndin var tekin á framkvæmdastað.
Birt 16. ágúst 2023.