Ljóslögn á milli Sveinatungu og Vatnshamra
Ljóslögn á milli Sveinatungu og Vatnshamra í Borgarbyggð er lokið
- Lögnin er 58 km og er hluti af hringtengingu (Áttu) Orkufjarskipta.
Framkvæmdir hófust um miðjan september 2020, þegar framkvæmdaleyfi lá fyrir, og lauk 1. október 2021. Verkið var unnið í fjórum áföngum og var hönnun á lagnaleið, eftirlit og verkumsjón í höndum Borgarbyggðar (þrír áfangar) og Rarik (einn áfangi). Orkufjarskipti hannaði eigin tengistaði.
Myndin var tekin meðan á framkvæmd stóð við Ferjukot.
Birt 19. maí 2022.