Ljóslögn í Hamars- og Álftafirði

Ljóslögn fyrir fjarskipti orkugeirans í Hamarsfirði og Álftafirði, S-Múlasýslu, er lokið

Verkefnið er hluti af hringtengingu ljósleiðarastofns um landið sem tengir saman helstu mannvirki í raforkukerfinu. Framkvæmdin nær frá tengivirki Landsnets við Teigarhorn að tengistað Orkufjarskipta við Starmýri í Álftafirði. 

Hönnun lagnaleiðarinnar var í höndum Orkufjarskipta. Framkvæmdaleyfi Djúpavogshrepps voru veitt 15. júní vegna framkvæmda við tengivirkið við Teigarhorn og 14. ágúst 2020 vegna framkvæmda þaðan að Lónsheiði. Lágu þá fyrir samþykki landeigenda ásamt jákvæðri umsögn Minjastofnunar og Vegagerðarinnar. Fornleifaskráning var gerð fyrir lagnaleiðina.

Framkvæmdir hófust haustið 2020 og lauk vorið 2021. Steypustöð Skagafjarðar sá um alla jarðvinnu og Rafal sá um blástur og tengingar.

Samkvæmt samningi við sveitarfélagið voru samhliða lagðar heimtaugar að heimilum á leið strengsins, í tengslum við átaksverkefni stjórnvalda Ísland ljóstengt .

 Framkvæmdir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Framkvæmdir

Myndirnar voru teknar á meðan framkvæmdir voru í gangi. 

 Birt 10. júní 2021.


Orkufjarskipti hf.

Krókhálsi 5c · 110 Reykjavík

Sími 515 9700

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skrifstofan er opin kl. 9:00-15:00 virka daga.

Styrkir

Kennitala: 561000-3520

 

Stjórnunarkerfi félagsins eru vottuð af BSI á Íslandi