Ljóslögn í Berufirði

Lagningu ljósleiðara Orkufjarskipta í Berufirði er lokið

Verkefnið hófst haustið 2019 þegar ljósleiðari var lagður frá tengistað Orkufjarskipta við bæinn Núp að tengistað sæstrengs yfir Berufjörð í landi Þiljuvalla. Framkvæmdir hófust að nýju þegar öll leyfi lágu fyrir í september 2020. Vinnu við landtengingu tengivirkis Landsnets á Teigarhorni  og  við tengistað  sæstrengsinn við Hellisvík lauk 10. Október. Beðið var eftir réttum veðurskilyrðum og var sæstrengurinn síðan lagður þann 13. október og gekk það verk að óskum.  

Hönnun lagnaleiðarinnar var í höndum Orkufjarskipta. Þegar fyrir lágu ákvarðanir Skipulagsstofnunar um matsskyldu, samþykki landeigenda, Samgöngustofu, Vegagerðarinnar, verkleyfi Landsnets, ásamt jákvæðum umsögnum Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar, Fiskistofu og Heilbrigðiseftirlits Austurlands var framkvæmdaleyfi Djúpavogshrepps veitt í júní 2020. Einnig þurfti að mynda hafsbotninn á leið strengsins skv. tilmælum Minjastofnunar áður en strengurinn var lagður til að ganga úr skugga um mögulegar fornleifar. 

Í samvinnu við sveitarfélagið voru einnig lagðar nokkrar stofnheimtaugar á leið strengsins. Steypustöð Skagafjarðar sá um jarðvinnu í verkefninu en Sjótækni sá um lagningu sæstrengsins yfir fjörðinn.


Vinna við lagningu sæstrengsins í Berufirði.

Vinna við lagningu sæstrengsins í Berufirði.

Berufjordur ljosleidari

Græna línan sýnir ljósleiðaralögn yfir Berufjörð að tengivirki Landsnets.

Birt 29. október 2020.


Orkufjarskipti hf.

Krókhálsi 5c · 110 Reykjavík

Sími 515 9700

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skrifstofan er opin kl. 9:00-15:00 virka daga.

Styrkir

Kennitala: 561000-3520

 

Stjórnunarkerfi félagsins eru vottuð af BSI á Íslandi