Hlutverk og stefna
Hlutverk, framtíðarsýn, grunnstoðir, stefna og siðareglur
Orkufjarskipti mynda eina af forsendum nútíma raforkukerfis með því að þróa og þjónusta raforkukerfi eigenda sinna með fjarskiptaþjónustu á landsvísu sem stendur fyllilega undir ströngustu kröfum um öryggi og áreiðanleika.
Framtíðarsýn félagsins er að nýta til fulls möguleika mannauðs og þekkingar við að móta framsæknar lausnir sem á hverjum tíma eru tæknilega og rekstrarlega í fremstu röð.
Tilteknar grunnstoðir í stefnu eru forsenda þess að Orkufjarskipti geti á hverjum tíma rækt hlutverk sitt með fullnægjandi hætti og starfað út frá fyrirliggjandi framtíðarsýn og meginmarkmiðum:
Í allri starfsemi og þjónustu fyrirtækisins er lögð áhersla á ÖRYGGI, ÁREIÐANLEIKA og HAGKVÆMNI sem ófrávíkjanleg grunngildi og leiðarljós í starfsemi og þjónustu Orkufjarskipta.
Grunnstoðir stefnu eru samkvæmt eftirfarandi:
Grunnstoðir stefnu Orkufjarskipta greinast í tiltekna lykilárangursþætti sem eru ákvarðandi um áherslur í stefnu fyrirtækisins og viðeigandi árangursmælikvarðastefnu. Saman mynda þessir þættir stefnuramma fyrirtækisins. Stefnuverkefni stjórnenda á hverjum tíma tengjast tilteknum lykilárangursþáttum og hafa þannig sýnilega tengingu við stefnu.
Stefnurammi gildir þar til honum kann að verða breytt með samþykki stjórnar.
- Fjárhagslegur styrkur, arðsemi og traustir innviðir sem tryggja í bráð og lengd getu til þess að mæta þörfum og standa undir kröfum viðskiptavina.
- Áreiðanleg og hagkvæm þjónusta þar sem öryggi á öllum sviðum er í fyrirrúmi.
- Frumkvæði, sveigjanleiki og þróun sem gerir fyrirtækið í stakk búið að takast á við síbreytilegt umhverfi og örar breytingar.
- Vinnuumhverfi og hvetjandi fyrirtækjamenning sem laðar að og heldur í hæfasta starfsfólkið.
Í allri starfsemi og þjónustu fyrirtækisins er lögð áhersla á ÖRYGGI, ÁREIÐANLEIKA og HAGKVÆMNI sem ófrávíkjanleg grunngildi og leiðarljós í starfsemi og þjónustu Orkufjarskipta.
Grunnstoðir stefnu eru samkvæmt eftirfarandi:
Grunnstoðir stefnu Orkufjarskipta greinast í tiltekna lykilárangursþætti sem eru ákvarðandi um áherslur í stefnu fyrirtækisins og viðeigandi árangursmælikvarðastefnu. Saman mynda þessir þættir stefnuramma fyrirtækisins. Stefnuverkefni stjórnenda á hverjum tíma tengjast tilteknum lykilárangursþáttum og hafa þannig sýnilega tengingu við stefnu.
Stefnurammi gildir þar til honum kann að verða breytt með samþykki stjórnar.
Siðareglur
Orkufjarskipti gera þær kröfur að verktakar og birgjar:
Barnavinna
Ráði ekki börn undir lögaldri til að framkvæma vinnu sem er hættuleg eða skaðleg heilsu þeirra og öryggi. Taki tillit til gildandi löggjafar um barnavinnu.
Laun og launakjör
Greiði starfsfólki sínu a.m.k. lágmarkslaun eins og gerð er krafa um í gildandi lögum og/eða kjarasamningum. Virði gildandi lög og reglur um réttindi starfsfólks t.d. til hvíldar, lengdar vinnutíma, orlofs, veikindaréttar og annarra launakjara.
Nauðungarvinna
Tryggi að sú vinna sem framkvæmd er af starfsfólki sé unnin af fúsum og frjálsum vilja án nauðungar. Tryggi að öllu starfsfólki sé frjálst að segja upp vinnu sinni og hætta með hæfilegum lögbundnum fyrirvara.
Félagafrelsi og réttur til kjarasamninga
Virði og viðurkenni rétt starfsfólks til félagafrelsis og gerðar kjarasamninga.
Bann við mismunun
Mismuni ekki gegn fulltrúum starfsfólks, stéttarfélögum eða öðrum verkalýðshreyfingum. Skapi starfsumhverfi sem einkennist af jafnrétti, umburðarlyndi og gagnkvæmri virðingu. Mismuni fólki ekki eftir kyni, kynþætti, trúarbrögðum, aldri, fötlun, kynhneigð, þjóðerni, stjórnmálaskoðunum eða öðrum þáttum.
Heilsa og öryggi
Tryggi starfsfólki sínu heilsusamlegt og öruggt vinnuumhverfi. Fari eftir lögum og reglum um aðbúnað á vinnustað og sjái starfsfólki sínu fyrir viðeigandi þjálfun í öryggis- og vinnuverndarmálum. Sjái til þess a starfsfólk hafi greiðan aðgang að leiðbeiningum á vinnustað þar sem farið er yfir með fyrirbyggjandi hætti hvernig forðast beri hættur á vinnustað og hvernig bregðast þurfi við ef slys ber að höndum.
Umhverfi
Marki sér stefnu varðandi umhverfismál starfsemi sinnar, vöru eða þjónustu. Þekki umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitist við að draga úr þeim.
Siðferði í viðskiptum
Vinni ávallt gegn spillingu, þar með talið mútum, kúgun og fjársvikum. Bjóði ekki eða biðji um, krefjist, veiti eða þiggi hvers kyns mútur með beinum eða óbeinum hætti, fyrir sjálfa sig eða aðra. Starfi í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og hafi gott siðferði í viðskiptum sínum. Stundi viðskipti í samræmi við gildandi lög og reglur.
Hagsmunaárekstrar
Forðist hverskonar hagsmunaárekstra í viðskiptum sínum við Orkufjarskipti. Með hagsmunaárekstrum er t.d. átt við þegar fulltrúi birgja setur persónulega hagsmuni, hagsmuni skyldmenna eða vina framar hagsmunum Orkufjarskipta. Tilkynni Orkufjarskiptum um mögulega hagsmunaárekstra.
Gæða-, upplýsingaöryggis-, umhverfis- og vinnuverndarstefna
Félagið starfar í samræmi við stefnur um gæða-, umhverfis-, vinnuverndar- og upplýsingaöryggi og eru stjórnunarkerfi félagsins vottuð af BSI á Íslandi. Sjá nánar á síðunni Um okkur.
Starfskjarastefna
1. gr. Markmið
2. gr. Starfskjör stjórnar
3. gr. Starfskjör stjórnenda
a. Stjórn gerir skriflegan ráðningarsamning við framkvæmdastjóra Orkufjarskipta hf. og semur um starfskjör við hann skv. starfskjarastefnu þessari. Framkvæmdastjóri gerir skriflega ráðningarsamninga við aðra starfsmenn félagsins og semur um kjör þeirra skv. starfskjarastefnu þessari og kjarasamningum.
4. gr. Árangurstengdar greiðslur
a. Félagið getur veitt stjórnendum og starfsmönnum árangurstengda kaupauka sem tengjast árangri félagsins í heild og/eða árangri einstakra deilda eða starfsmanna. Slík breytileg laun, önnur en föst laun, skulu vera í eðlilegu hlutfalli við laun viðkomandi og skulu ekki vera hærri en sem nemur einum mánaðarlaunum á ári.
5. gr. Ýmis starfskjör
a. Heimilt er að veita stjórnendum og starfsmönnum afnot af búnaði sem nýtist og tengist starfi viðkomandi, s.s. farsíma, fartölvu og nettengingu á heimili vegna vinnu.
b. Stjórn getur veitt stjórnendum bifreiðar til afnota í starfi.
6. gr. Starfslok
a. Það er stefna félagsins að gera ekki sérstaka starfslokasamninga við stjórnendur né starfsmenn félagsins umfram skyldur félagsins skv. lögum og kjarasamningum.
b. Framkvæmdastjóra félagsins er þó heimilt að gera samninga um starfslok við stjórnendur og starfsmenn þjóni það hagsmunum félagsins. Slíka samninga skal ávallt bera undir stjórn til samþykktar.
7. gr. Samþykkt, endurskoðun og upplýsingagjöf
a. Stjórn skal veita upplýsingar á aðalfundi félagsins um starfskjör framkvæmdastjóra félagsins. Veita skal upplýsingar um launakjör, hlunnindi, áunnar eftirlaunagreiðslur og aðrar greiðslur ef um þær er að ræða. Þar skal stjórn jafnframt skýra frá framkvæmd áður samþykktrar starfskjarastefnu.
b. Ef breytingar eru gerðar á starfskjarastefnu þessari skal hún þá að nýju borin fram til samþykktar eða synjunar á aðalfundi félagsins.
c. Starfskjarastefnan er leiðbeinandi fyrir stjórn félagsins.
d. Starfskjarastefnuna skal kynna fyrir starfsfólki Orkufjarskipta hf. og birta á heimasíðu félagsins.
e. Starfskjarastefna Orkufjarskipta hf. er sett skv. lögum nr. 2/1995 um hlutafélög.
Markmið Orkufjarskipta hf. er að laða að og halda í hæft starfsfólk sem hentar hlutverki og starfsemi félagsins. Það er einnig markmið félagsins með stefnunni að veita hluthöfum upplýsingar um starfskjör stjórnenda og starfsmanna félagsins.
Stjórnarmönnum Orkufjarskipta hf. skulu greidd laun skv. ákvörðun aðalfundar félagsins ár hvert.
a. Stjórn gerir skriflegan ráðningarsamning við framkvæmdastjóra Orkufjarskipta hf. og semur um starfskjör við hann skv. starfskjarastefnu þessari. Framkvæmdastjóri gerir skriflega ráðningarsamninga við aðra starfsmenn félagsins og semur um kjör þeirra skv. starfskjarastefnu þessari og kjarasamningum.
b. Við ákvörðun starfskjara skulu stjórn og framkvæmdastjóri gæta þess að starfskjör stjórnenda taki mið af samræmingu starfskjara innan félagsins.
a. Félagið getur veitt stjórnendum og starfsmönnum árangurstengda kaupauka sem tengjast árangri félagsins í heild og/eða árangri einstakra deilda eða starfsmanna. Slík breytileg laun, önnur en föst laun, skulu vera í eðlilegu hlutfalli við laun viðkomandi og skulu ekki vera hærri en sem nemur einum mánaðarlaunum á ári.
b. Félagið áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu breytilegra launa ef í ljós kemur að árangursmarkmiðum tengdum greiðslunum var náð með misgjörðum eða misbeitingu.
a. Heimilt er að veita stjórnendum og starfsmönnum afnot af búnaði sem nýtist og tengist starfi viðkomandi, s.s. farsíma, fartölvu og nettengingu á heimili vegna vinnu.
b. Stjórn getur veitt stjórnendum bifreiðar til afnota í starfi.
c. Félagið greiðir ekki viðbótargreiðslur, þ.e. umfram skyldur félagsins skv. lögum og kjarasamningum, vegna séreignarlífeyrissparnaðar stjórnenda né starfsmanna nema með sérstakri heimild stjórnar.
a. Það er stefna félagsins að gera ekki sérstaka starfslokasamninga við stjórnendur né starfsmenn félagsins umfram skyldur félagsins skv. lögum og kjarasamningum.
b. Framkvæmdastjóra félagsins er þó heimilt að gera samninga um starfslok við stjórnendur og starfsmenn þjóni það hagsmunum félagsins. Slíka samninga skal ávallt bera undir stjórn til samþykktar.
c. Gert er ráð fyrir að stjórn geti samþykkt ákvæði í ráðningarsamningum við stjórnendur um allt að 12 mánaða uppsagnarfrest.
a. Stjórn skal veita upplýsingar á aðalfundi félagsins um starfskjör framkvæmdastjóra félagsins. Veita skal upplýsingar um launakjör, hlunnindi, áunnar eftirlaunagreiðslur og aðrar greiðslur ef um þær er að ræða. Þar skal stjórn jafnframt skýra frá framkvæmd áður samþykktrar starfskjarastefnu.
b. Ef breytingar eru gerðar á starfskjarastefnu þessari skal hún þá að nýju borin fram til samþykktar eða synjunar á aðalfundi félagsins.
c. Starfskjarastefnan er leiðbeinandi fyrir stjórn félagsins.
d. Starfskjarastefnuna skal kynna fyrir starfsfólki Orkufjarskipta hf. og birta á heimasíðu félagsins.
e. Starfskjarastefna Orkufjarskipta hf. er sett skv. lögum nr. 2/1995 um hlutafélög.
Samþykkt á aðalfundi stjórnar Orkufjarskipta hf. þann 13. mars 2024.