Fréttir
Hér má sjá fréttaskot sem tengjast starfsemi félagsins.
Lögnin er 96 km og er hluti af hringtengingu (Áttu) Orkufjarskipta.
Framkvæmdir hófust um miðjan júní 2022, þegar framkvæmdaleyfi lá fyrir, og lauk í byrjun desember 2022. Verkið var unnið í samstarfi við Mílu og Ljósleiðarann. Hönnun á lagnaleið, eftirlit og verkumsjón var í höndum Tengis hf. á Akureyri í samvinnu við Orkufjarskipti. Jarðvinnuverktakar voru Vinnuvélar Símonar og Steypustöð Skagafjarðar.