Starfsemin

Stjórnun raforkukerfa byggist á fjarskiptum og miklir hagsmunir eru í húfi ef um langvarandi útfall raforku er að ræða.
Orkufjarskipti eiga og reka fjarskiptakerfi sem tengist orku- og tengivirkjum raforkukerfisins um land allt.

Ljóslögn plægð í jörðu.

Framkvæmdir, ráðgjöf og þjónusta

Orkufjarskipti meta á hverjum tíma stöðu fjarskiptakerfisins í samráði við eigendur félagsins og gera áætlanir til framtíðar um styrkingu þess gagnvart kröfum um flutningsgetu og rekstraröryggi. Framkvæmdaáætlun til þriggja ára gerir ráð fyrir styrkingu núverandi fjarskiptakerfis með nýjum búnaði og lögnum ásamt endurnýjun fyrirliggjandi kerfa.
Markmið Orkufjarskipta er að veita góða þjónustu með skilvirkni, áreiðanleika og hagkvæmni að leiðarljósi. Til að mæta markmiðinu leggur félagið áherslu á:

  • Örugga miðlun upplýsinga til viðskiptavina um rekstur fjarskiptakerfisins.
  • Virkt eftirlit og ábyrga umsjón með fjarskiptakerfinu.
  • Skilvirka innleiðingu nauðsynlegra úrbóta.
  • Hagkvæmni við uppbyggingu og rekstur fjarskiptakerfisins.
  • Nýtingu auðlinda með sjálfbærni í huga.
  • Miðlun þekkingar og fræðslu til starfsmanna.

Rekstur og viðhald á vegum Orkufjarskipta tryggir að tiltækileiki fjarskiptaþjónustunnar sé ávallt í samræmi við viðmið þjónustusamninga. Starfsmenn Orkufjarskipta búa yfir mikilli reynslu í rekstri og viðhaldi fjarskiptakerfa á landsvísu og eru reiðubúnir að bregðast við hvenær sem er sólarhringsins, allt árið um kring. Fyrirbyggjandi viðhald er skipulagt með reglubundnum eftirlitsferðum á hverju ári þar sem starfsmenn meta ástand fjarskiptakerfisins, gera tillögur um úrbætur og sinna nauðsynlegu viðhaldi þegar á þarf að halda.Orkufjarskipti hf.

Krókhálsi 5c · 110 Reykjavík

Sími 515 9700

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skrifstofan er opin kl. 9:00-15:00 virka daga.

Styrkir

Kennitala: 561000-3520

 

Stjórnunarkerfi félagsins eru vottuð af BSI á Íslandi