Lagningu ljósleiðara á milli Reyðarfjarðar og Berufjarðar er lokið
Framkvæmdir hófust í september 2017 og lauk í nóvember 2019. Með lagningunni er lokið tengingum annarsvegar frá tengistað Orkufjarskipta í Reyðarfirði að Ósi í Breiðdal, rúmlega 64 km leið og hins vegar í Berufirði frá Núpi að Þiljuvöllum um 9 km leið.