Ljóslögn Orkufjarskipta á milli Heiðasporðs og Sveinatungu
Verkefnið hófst í júlí og lauk í september 2020. Með lagningunni kláraðist tæplega 16 km áfangi á leiðinni milli tengivirkjanna í Hrútatungu í Hrútafirði og Vatnshamra í Borgarfirði. Ástæða lagnarinnar er m.a. að tvítengja tengivirkin með ljóslögn og auka þar með raforkuöryggi þessara staða og landshluta.
Hönnun lagnaleiðarinnar var í höndum Orkufjarskipta. Þegar fyrir lá samþykki landeigenda, umsagnir Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Hafrannsóknastofnunar og Veiðifélags Norðurár, heimild Fiskistofu, samþykki forsætisráðuneytisins og samþykki Vegagerðarinnar, var framkvæmdaleyfi Borgarbyggðar veitt í desember 2019, en vegna umhverfisskilyrða á verkstað var ekki hægt að hefjast handa fyrr en í júlí 2020.
Steypustöð Skagafjarðar sá um jarðvinnu í verkefninu.
Myndirnar eru teknar við framkvæmdir í Norðurárdal sumarið 2020.
Birt 2. desember 2020.