Ljóslögn á milli Kolviðarhóls og Nesjavallaleiðar

Ljóslögn frá Kolviðarhóli að Nesjavallaleið er lokið.

Lögnin er um 10 km og er hluti af hringtengingu (Áttu) Orkufjarskipta. 

Framkvæmdir hófust í byrjun maí 2023, en þá lá framkvæmdaleyfi fyrir, og lauk seinnihluta júní.
Hönnun á lagnaleið, eftirlit og verkumsjón var í höndum Orkufjarskipta. Jarðvinnuverktaki var Steypustöð Skagafjarðar.

Á framkvæmdastað skömmu eftir að framkvæmdum lauk

Myndin var tekin á framkvæmdastað.

 Birt 16. ágúst 2023.

Ljóslögn um Skeiðarársand

Ljóslögn um Skeiðarársand er lokið.

Lögnin er um 30 km og er hluti af hringtengingu (Áttu) Orkufjarskipta. 

Framkvæmdir hófust um miðjan júlí 2023 þegar framkvæmdaleyfi lá fyrir og lauk mánuði síðar.
Hönnun á lagnaleið, eftirlit og verkumsjón var í höndum Orkufjarskipta. Jarðvinnuverktaki var Steypustöð Skagafjarðar.

Skeidararsandur

Myndin var tekin á framkvæmdastað.

 Birt 16. ágúst 2023.

Ljóslögn á milli Akureyrar og Varmahlíðar

Ljóslögn á milli Akureyrar og Varmahlíðar er lokið.

Lögnin er 96 km og er hluti af hringtengingu (Áttu) Orkufjarskipta. 

Framkvæmdir hófust um miðjan júní 2022, þegar framkvæmdaleyfi lá fyrir, og lauk í byrjun desember 2022. Verkið var unnið í samstarfi við Mílu og Ljósleiðarann. Hönnun á lagnaleið, eftirlit og verkumsjón var í höndum Tengis hf. á Akureyri í samvinnu við Orkufjarskipti. Jarðvinnuverktakar voru Vinnuvélar Símonar og Steypustöð Skagafjarðar.

Á framkvæmdastað skömmu eftir að framkvæmdum lauk

Myndin var tekin á framkvæmdastað skömmu eftir að framkvæmdum lauk.

 Birt 16. febrúar 2023.

Ljóslögn á milli Sveinatungu og Vatnshamra

Ljóslögn á milli Sveinatungu og Vatnshamra í Borgarbyggð er lokið

Lögnin er 58 km og er hluti af hringtengingu (Áttu) Orkufjarskipta. 

Framkvæmdir hófust um miðjan september 2020, þegar framkvæmdaleyfi lá fyrir, og lauk 1. október 2021. Verkið var unnið í fjórum áföngum og var hönnun á lagnaleið, eftirlit og verkumsjón í höndum Borgarbyggðar (þrír áfangar) og Rarik (einn áfangi). Orkufjarskipti hannaði eigin tengistaði.

Við Ferjukot á framkvæmdatíma.

Myndin  var tekin meðan á framkvæmd stóð við Ferjukot.

 Birt 19. maí 2022.

Lagning ljósleiðara fyrir Streitishvarf

Lagningu ljósleiðara fyrir Streitishvarf, frá Ósi í Breiðdal að Núpi, í Berufirði er lokið

Lögnin er 10,2 km og er hluti af „áttu“ Orkufjarskipta. 

Framkvæmdir hófust þegar framkvæmdaleyfi lá fyrir og lauk í ágúst 2021. Hönnun og umsjón var í höndum Orkufjarskipta og var verkið unnið í samstarfi með Rarik.

Vinna á Lónsheiði.

Myndin  var tekin meðan á framkvæmd stóð við þjóðveginn (1) í Breiðdal.

 Birt 26. október 2021.


Orkufjarskipti hf.

Krókhálsi 5c · 110 Reykjavík

Sími 515 9700

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skrifstofan er opin kl. 9:00-15:00 virka daga.

Styrkir

Kennitala: 561000-3520

 

Stjórnunarkerfi félagsins eru vottuð af BSI á Íslandi