Framkvæmdir

Það er stefna Orkufjarskipta að lágmarka þau áhrif sem starfsemin kann að hafa á umhverfið og leggur félagið metnað í að fylgja öllum lagalegum kröfum. Starfsemin er vottuð samkvæmt gæða-, umhverfis-, vinnuverndar- og upplýsingaöryggisstöðlum. Sjá nánar á síðunni Um okkur.

„Birgir“ merkir hér það fyrirtæki eða einstaklingur sem sér Orkufjarskiptum fyrir vörum eða þjónustu.

Kröfur til verktaka og birgja

Margir verktakar koma að starfsemi félagsins. Þeir vinna bæði sjálfstætt og með starfsmönnum Orkufjarskipta að þeim verkum sem samið hefur verið um. Gott samstarf og samhæfð vinnubrögð skapa árangur og gerir stjórnendum Orkufjarskipta kleift að setja markmið í gæða, umhverfis-, vinnuverndar- og upplýsingaöryggismálum. Í viðhengi hér fyrir neðan eru skilmálar félagsins sem byggja á kröfum gildandi laga, regla og þeirra stjórnunarstaðla sem félagið fylgir og eru verktökum og eftirlitsmönnum félagsins til leiðbeiningar.

Skilmálar um um öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisáætlun vegna framkvæmda félagsins í PDF skjali.

Siðareglur Orkufjarskipta


Orkufjarskipti hf.

Krókhálsi 5c · 110 Reykjavík

Sími 515 9700

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skrifstofan er opin kl. 9:00-15:00 virka daga.

Styrkir

Kennitala: 561000-3520

 

Stjórnunarkerfi félagsins eru vottuð af BSI á Íslandi